Vertu með þeim fyrstu til að prófa Opus Futura
Skráðu þig á póstlistann okkar – þú gætir dottið í lukkupottinn
Það styttist aldeilis í að við förum í loftið og við erum orðin ótrúlega spennt. Ef þú vilt koma til greina í öll laus störf en vera þrátt fyrir það undir nafnleynd, þá er Opus Futura eitthvað fyrir þig.
Þess má geta að fjögur fyrirtæki hafa nú þegar gert samstarfssamning við okkur og hyggjast nýta sér veflausnina okkar. Þessir framsæknu samstarfsaðilar eru Icelandair, Arion banki, Landsvirkjun og Origio.
Fyrsta skrefið er að skrá sig á póstlistann okkar og verða þá meðal fyrstu notenda auk þess að geta unnið virt persónuleikapróf og tíma í markþjálfun.
Af hverju að vera á póstlistanum?
- Þú færð forgang
Með því að skrá þig á listann færðu aðgang að veflausninni okkar á undan öðrum. - Þú getur unnið verðlaun
Á næstu vikum ætlum við reglulega að draga af handahófi út netföng af póstlistanum okkar og gefa nokkrum persónuleikapróf frá SHL, sem mannauðssérfræðingar um allan heim nýta gjarnan í sínum ráðningarstörfum. Með svona prófi getur þú fengið ómetanlega innsýn í styrkleika þína og veikleika og skilið sjálfan þig enn betur.
Nokkrir heppnir fá auk persónuleikaprófsins einkatíma í markþjálfun þar sem hægt er að rýna enn betur í niðurstöður persónuleikaprófsins.
Vertu með okkur í liði og smelltu á stóra skráningarhnappinn. Ef þú vilt vita enn meira um Opus Futura getur þú líka smellt hér