Arctic Adventures gerir samning við Opus Futura
Arctic Adventures hefur undirritað samning um notkun á lausn Opus Futura.
„Arctic Adventures sér verulegan ávinning í því að hafa aðgang að lausn sem þessari, því í okkar starfsemi er ákaflega mikilvægt að hafa fyrsta flokks starfsfólk sem veitir fyrsta flokks þjónustu. Allt sem styður viðleitni Arctic til að hafa gott aðgengi að rétta fólkinu er því mjög dýrmætt. Við hlökkum til samstarfsins við Opus Futura,“ segir Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Arctic Adventures.
Opus Futura býður Arctic Adventures velkomið í hóp þeirra sem horfa til framtíðar þegar kemur að öflun hæfileikaríks starfsfólks.