Opus Futura hlýtur nýsköpunarstyrk úr Lóu
Við erum hoppandi kát og þakklát fyrir að hafa hlotið styrk úr nýsköpunarsjóðnum Lóu sem stuðlar meðal annars að því að efla atvinnulíf og verðmætasköpun á landsbyggðinni.
Styrkurinn kemur sér ákaflega vel fyrir okkur og sýnir að það hafa margir trú á verkefninu. Við leggjum núna annars allt kapp í að koma hugbúnaðarlausninni okkar í loftið á næstu dögum og erum þess fullviss að Opus Futura muni gjörbylta allri vinnu í kringum ráðningar.
Lóa er á vegum Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins og að þessu sinni voru 27 verkefni sem hlutu styrk.
Nánari upplýsingar um úthlutunina.