Landsvirkjun gerir samning við Opus Futura
Landsvirkjun hefur undirritað samning um að gerast einn af fyrstu notendum Opus Futura. Landsvirkjun sér mikil tækifæri í því að fá aðgang að lausn sem hjálpar til við að uppræta hlutdrægni við öflun og ráðningar starfsfólks.
“Við hjá Landsvirkjun erum afar ánægð með að fá aðgang að nýrri lausn sem kemur með ferska nálgun og nýjan hugsunarhátt við ráðningu starfsfólks. Ég er á því að vinnustaðir verði að ná til breiðari hóps fólks en einungis þeirra sem eru í virkri atvinnuleit. Ég tel það einnig dýrmætt þeim sem eru virkir í atvinnuleit að fá fjölbreyttari möguleika og á þá sé litið frá öðru sjónarhorni. Þar með uppgötvast ef til vill ný tækifæri fyrir alla aðila. Með Opus Futura lausninni getum við dregið úr hlutdrægni sem hefur tilhneigingu til að trufla mat á einstaklingum í störf og gefa okkur þannig mun fjölbreyttari hóp af hæfileikaríku fólki, eitthvað sem gagnast öllum,“ segir Harpa Víðisdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landsvirkjunar.
Opus Futura býður Landsvirkjun velkomna í hóp þeirra sem horfa til framtíðar þegar kemur að öflun hæfileikaríks starfsfólks.