BYKO slæst í hóp þeirra framsýnu vinnustaða sem nota Opus Futura
„Við hjá BYKO tökum því fagnandi að nú sé aðgengileg lausn á markaðnum sem einfaldar úrvinnslu á starfsumsóknum samhliða því að tryggja að ómeðvituð hlutdrægni hafi sem minnst áhrif í ráðningarferlinu. Tímasparnaður stjórnenda spilar hér lykilhlutverk en einnig áreiðanleiki þeirrar pörunar sem kerfið framkvæmir þegar það velur þá einstaklinga koma til greina fyrir hvert starf. Við hlökkum til þess að fá að vera með þeim fyrstu til að prófa þennan frábæra vettvang sem er bæði til hagsbóta fyrir félög jafnt sem einstaklinga“ segir Sveinborg Hafliðadóttir Mannauðs- og stefnustjóri BYKO. Við fögnum því að fá BYKO til samstarfs við Opus Futura og hlökkum til að efla þennan frábæra vinnustað með því að styðja við óhlutdrægni í ráðningarferlinu, eyða út sóun og veita aðgengi að rétta starfsfólkinu.