Við fögnum nýjum meðstofnanda
Við stofnendur Opus Futura erum himinlifandi að kynna til leiks nýjan meðstofnanda og liðsmann, Einar Örn Ólafsson.
Einar á að baki langan og farsælan feril í heimi upplýsingatækninnar, einkum í fjármálageiranum, en hann hefur m.a. starfað hjá Teya (áður Borgun) og Seðlabanka Íslands. Hann kemur því til okkar með gífurlega mikilvæga reynslu og þekkingu og verður okkar CTO eða tæknistjóri og leiðir alla hönnunar- og tæknivinnu.
Einar er Selfyssingur búsettur í Hafnarfirði og fjögurra barna faðir, þar á meðal eru tvíburadætur. Hann skellir sér reglulega í ræktina en nýtur sín líka ákaflega vel í eldhúsinu heima og hefur algjörlega náð að mastera Indian Butter Chicken. Einar spilar líka á gítar og píanó og var í nokkrum bílskúrsböndum hér á árum áður. Það er því nokkuð víst að hann mun sjá um að halda uppi stuðinu í vinnuteitunum í framtíðinni.
Hægt er að sjá meira um Einar með því að smella hér.