Teymið okkar stækkar
Við fögnum nýjum liðsmanni, Baldvini Degi Rúnarssyni, sem hefur sýnt á örfáum dögum að hann er fullkominn fyrir okkur. Baldvin kemur til okkar sem full stack forritari og mun aðallega starfa frá Akureyri þar sem hann býr ásamt konu sinni og tveimur sonum. Við munum þó reglulega njóta nærveru hans hér á skrifstofunni.
Baldvin er ofboðslega klár, jarðbundinn, ábyrgur og vingjarnlegur karakter. Hann á sér þó aðrar hliðar en einu sinni í viku hittir hann vini sína og breytist í kentár eða ofurnjósnara, í hlutverkaleik sem kallast Scion. Baldvin segir að þetta sé rosalega nördalegt, en hei verða ekki öll alvöru áhugamál eitthvað nördaleg með tímanum. Velkomin í Opus teymið Baldvin Dagur.