Sagan okkar
Að baki Opus Futura býr áralöng og fjölbreytt reynsla stofnenda af stjórnun fyrirtækja, ráðningum, mannauðsstjórnun, forritun og hugbúnaðarverkfræði ofl. Innan teymisins er einnig að finna víðtæka, alþjóðlega reynslu af hugbúnaðarþróun, ráðgjöf, teymisstjórnun og stjórnendaþjálfun svo eitthvað sé nefnt.
Við höfum, á starfsferli okkar sem stjórnendur, en einnig sem einstaklingar, ítrekað upplifað áskoranir í ráðningarferlum og vitum hversu kostnaðarsamt og íþyngjandi það getur verið ef ráðningarsambandið gengur ekki upp, bæði fyrir vinnustaði og einstaklinga.
Við byggjum á þessari reynslu, ásamt því að framkvæma, og nýta okkur stöðugar rannsóknir í ráðningum og mannauðsmálum, til að aðstoða vinnustaði og einstaklinga við að hámarka gæði ráðningarsambanda. Með því getum við komið í veg fyrir kostnaðarsöm mistök og boðið nýja nálgun sem eykur gæði í öllu ráðningarferlinu.