Allt sem þú þarft að vita um Opus Futura …
… og hvernig við tryggjum að þú missir ekki af fullkomna tækifærinu á vinnumarkaði
Viltu sjálfkrafa koma til greina í öll störf sem losna og uppfylla þínar væntingar, vera metin af eigin verðleikum og reynslu óháð tengslaneti, á meðan þú heldur algerri nafnleynd og stýrir því hver fær aðgang að upplýsingum þínum? Viltu fá tækifæri til að kynna þér störf, vinnustaði og teymi í smáatriðum áður en þú sýnir þeim áhuga og fá að eiga niðurstöður þinna persónuleika- og hæfnisprófa?
Ef svo er, lestu þá áfram og SKRÁÐU ÞIG á Opus Futura.
Hvað er Opus Futura?
Opus Futura er ný hugbúnaðarlausn sem á eftir að gjörbylta allri vinnu í kringum ráðningar. Hún veitir þér tækifæri til að koma til greina í rétta starfið án þess að vera í virkri atvinnuleit. Lausnin parar þig saman við þau störf sem skilgreind eru í gagnagrunninum og lætur þig vita þegar spennandi tækifæri birtist.
Af hverju að velja Opus Futura?
Við höfum mörg upplifað vonbrigðin við að sækja um störf og fá engin viðbrögð. Opus Futura breytir þessu með því að bjóða:
- Nafnlausa og fyrirhafnarlitla nálgun: Þú parast við störf út frá væntingum þínum, reynslu, menntun og persónuleika.
- Sanngjarnt og hlutlægt ferli: Ferilskrár eru metnar án hlutdrægni, sem stuðlar að jafnrétti og fjölbreytileika.
Hvernig virkar Opus Futura?
Við leiðum þig í gegnum nokkur skref við uppsetningu prófílsins þíns til að skilgreina kröfur og væntingar þínar til starfa. Algorithminn okkar tekur svo við og:
- Keyrir gögnin þín í gegnum í gagnagrunninn.
- Sýnir þér hversu vel störf uppfylla væntingar þínar og hversu vel þú uppfyllir kröfur þeirra.
- Þegar pörun á sér stað færðu meldingu, sem gerir þér kleift að skoða starfið og ákveða hvort þú viljir koma til greina. Þú ert enn nafnlaus á þessu stigi.
- Þú ert ávallt við stjórnvölinn og ákveður í hvaða tilvikum þú vilt opna prófílinn þinn og þiggja samtal um starf.
Hverjir eru stofnendur Opus Futura?
Að baki Opus Futura er reynslumikið og öflugt teymi mannauðs- og tæknifólks. Helga Jóhanna Oddsdóttir er stofnandi og framkvæmdastjóri og hefur starfað við mannauðsmál með einum eða öðrum hætti allan sinn starfsferil. Einar Örn Ólafsson er meðstofnandi og CTO og hefur starfað sem forritari í yfir 20 ár í fjármálageiranum og þekkir því vel til þeirra öryggiskrafna sem uppfylla þarf.
Hvenær opnar Opus Futura?
Fyrsta útgáfa Opus Futura er komin í loftið og geta einstaklingar núna skráð sig þar inn. Framsæknustu fyrirtæki landsins hafa þegar gengið til liðs við Opus Futura. Icelandair, Arion Banki, Landsvirkjun og Origo, verða því fyrst til að setja inn laus störf.