Arion banki gerir samning við Opus Futura
Arion banki hefur gert samning um að gerast einn af fyrstu notendum Opus Futura. Bankinn telur að lausnin geti mögulega gjörbylt allri vinnu í kringum ráðningar.
„Opus Futura er að gjörbylta því hvernig fyrirtæki geti tengst framtíðar starfsfólki. Það eru mikil tækifæri fólgin í því fyrir Arion banka, sem vinnuveitanda, að fá aðgang að lausn með ópersónugreinanlegum upplýsingum um einstaklinga sem eru opnir fyrir spennandi tækifærum, jafnvel þótt þeir séu ekki í virkri atvinnuleit. Með Opus Futura getum við skoðað ferilskrár hæfra einstaklinga án nokkurrar hlutdrægni og þar með tryggt sanngjarnt og hlutlægt valferli. Þetta er ómetanleg þjónusta sem straumlínulagar ráðningarferla okkar og leiðir vonandi til okkar hæfileikaríkt fólk í fremstu röð,“ segir Helga Halldórsdóttir, mannauðsstjóri Arion banka.
Opus Futura býður Arion banka hjartanlega velkomið í hóp framsýnna fyrirtækja sem leggja sig fram við að ráðningarferlið sé í takti við þróun á vinnumarkaði og einkennist af fagmennsku sem lágmarkar hlutdrægni.
Á myndinni eru Helga Jóhanna Oddsdóttir stofnandi Opus Futura og Helga Halldórsdóttir, mannauðsstjóri Arion banka.