Elín tekur sæti í stjórn
Við fögnum því ákaft að Elín Gränz hefur formlega gengið til liðs við Opus Futura teymið sem stjórnarmaður. Elín hefur tæplega tveggja áratuga reynslu í mannauðsmálum og starfar nú sem framkvæmdastjóri mannauðsmála RFS (Retail & Food Service Solution) hjá Marel. Áður en hún hóf störf hjá Marel gegndi hún lykilstöðum á mannauðssviði hjá Hörpu og Opnum kerfum. Þá hefur Elín einnig reynslu af eigin verslunarrekstri, sölu, ráðgjöf, verkefnastjórnun og gæðastjórnun.
Elín hefur jafnframt verið virk í ýmsum félagsmálum í gegnum tíðina. Hún hefur setið í stjórn Mannauðs, félag mannauðsfólks á Íslandi, er ein af stofnendum Vertonets, félag kvenna í upplýsingatækni, er í FKA og LeiðtogaAuði þar sem hún hefur mentorað ungar konur. Þá er hún virk í Rótary og er ein af meðstofnendum Rótarý klúbbsins Hofs í Garðabæ og hefur gegnt stöðu forseta klúbbsins.
Við erum viss um að víðtækur bakgrunnur Elínar nýtist okkur í Opus Futura ákaflega vel og við hlökkum til að starfa með henni.
Stjórn Opus Futura
Stjórn Opus Futura skipa annars auk Elínar, Einar Örn Ólafsson, tæknistjóri Opus Futura og Aðalgeir Þorgrímsson, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Lucinity.