Icelandair gerir samning við Opus Futura
Icelandair hefur undirritað samning um notkun á lausn Opus Futura.
Icelandair sér mikil tækifæri í því að hafa aðgang að lausn sem veitir aðgengi að enn stærri hóp fólks á vinnumarkaði. Fólk sem er ekki endilega í virkri atvinnuleit en er tilbúið að heyra af áhugaverðum atvinnutækifærum. Icelandair lítur einnig á það sem áhugaverðan kost að prófílar séu fyrst um sinn ekki persónugreinanlegir, eitthvað sem styður félagið í átt að enn meira jafnrétti og fjölbreytileika.
„Starf Icelandair krefst yfirgripsmikillar þekkingar úr ólíkum atvinnugreinum og við leggjum okkur fram við að nýta bestu fáanlegu tækni til að öðlast aðgengi að sérfræðingum og stjórnendum sem geta lagt sitt af mörkum við uppbyggingu félagsins. Opus Futura er að þróa lausn sem styður við nútíma vinnubrögð og vill leiða saman hagsmuni atvinnuleitenda og fyrirtækja út frá vel skilgreindum forsendum og persónueinkennum. Það er heiður að fá að taka þátt í þróun lausnarinnar og nýta hana við að móta nýjar ráðningaraðferðir,“ segir Kristján Pétur Sæmundsson, Talent Manager hjá Icelandair.
Opus Framtíð býður Icelandair velkomið í hóp þeirra sem horfa til framtíðar þegar kemur að öflun hæfileikaríks starfsfólks.