Fögnum komu kynningar- og markaðsstjóra okkar
Ævintýraferðin heldur áfram þar sem við bjóðum kynningar- og markaðsstjórann okkar, Thelmu Jónsdóttur, velkomna í teymið.
Thelma útskrifaðist með MBA gráðu frá Háskóla Íslands og er einnig með meistaragráðu í almannatengslum og samskiptafræði frá Freie Universität í Berlín. Hún kemur til okkar með yfir 20 ára reynslu af fjölbreyttum markaðs- og kynningarstörfum og hefur sett upp fjöldan allan af markaðsherferðum, búið til öflugt tengslanet og sinnt vörumerkjastjórnun.
Thelma dýrkar litríka vintage kjóla og klæðist þeim á hverjum degi. Hún elskar að spila golf en er líka ástríðufull fótboltamamma enda hefur fótboltinn spilað stórt hlutverk í lífi hennar allt frá fæðingu. Hún er dóttir einnar dyggustu goðsagnar Keflavíkur í knattspyrnu, Jóns Ólafs Jónssonar, sem á fæðingardegi Thelmu var í Skotlandi að keppa með Keflavík í Evrópudeildinni gegn Hibernian FC. Ef þú heyrir hávær fagnaðarlæti koma frá líflegri og litríkri manneskju á leik hjá FH eða Haukum þá er það örugglega Thelma að hvetja strákana sína.