Origo notar Opus Futura
Origo hefur slegist í hóp þeirra fyrirtækja sem munu nýta Opus Futura hugbúnaðinn til að fjölga valkostum í ráðningum. Dröfn Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri mannauðssviðs Origo segir fyrirtækið mjög spennt fyrir samstarfinu enda leggi Origo áherslu á að laða til sín framúrskarandi starfsfólk og meta það að verðleikum óháð kyni, aldri og bakgrunni.
„Með tilkomu Opus Futura gefst okkur sem vinnuveitanda, kostur á að bjóða fólki til samtals um störf, byggt á því hvernig við uppfyllum kröfur þeirra og væntingar en ekki eingöngu út frá því hvernig þau uppfylla okkar kröfur. Opus Futura tryggir að einstaklingar séu undir nafnleynd í ferlinu og tryggt að allir sem parast við okkur eigi þess kost á að taka upplýsta ákvörðun um samtal, án þess að þurfa að veita okkur aðgengi að persónugreinanlegum gögnum. Þannig fáum við tækifæri til að kynnast fjölda hæfileikaríks fólks, sem annars myndi ekki sækja um auglýst störf, en er jafnvel það framtíðarstarfsfólk sem Origo byggir árangur sinn á,“ segir Dröfn.
Opus Futura býður Origo hjartanlega velkomið í hóp framsýnna fyrirtækja sem leggja sig fram við að ráðningarferlið sé í takti við þróun á vinnumarkaði og einkennist af fagmennsku sem lágmarkar hlutdrægni.