
Uppgötvaðu styrkleika þína með persónuleikaprófi
Mundu að þú getur valið að niðurstöður þínar birtist aðeins þér og engum öðrum. Við mælum með að þú veljir að deila niðurstöðunum þannig að þær verði sýnilegar þegar þú parast við starf og samþykkir að koma til greina í það. Vinnuveitendur viðkomandi starfs fá þá að sjá hvernig þú parast við þá styrkleika sem þeir eru að leita að.
Umbreyting vinnustaða um allan heim
Blanda SHL af vísindum, tækni og fólki veitir fyrirtækjum meira en aðeins gögn um starfshópinn. Hún veitir þeim visku – visku til að byggja upp lipur, fjölbreytt og sveigjanleg teymi sem knýja áfram stöðugan árangur í síbreytilegum heimi. Opus Futura nýtir þessa vísindalegu þekkingu með því að veita einstaklingum og vinnustöðum aðgengi að SHL persónuleikaprófunum – sem hjálpar til við að mynda hina fullkomnu “pörun”!

Breyttu leiknum þegar kemur að þinni atvinnuleit!

Taktu stjórn á starfsferlinum þínum
Fáðu dýrmæta innsýn í styrkleika þína og hvað hvetur þig áfram, sem mun hjálpa þér að taka upplýstar ákvarðanir um næstu skref.

Skaraðu framúr
Sýndu fram á meira en aðeins færni og reynslu. Varpaðu ljósi á hvernig persónubundnir styrkleikar þínir smellpassa við starfið.

Finndu vinnumenningu sem hentar þér
Tryggðu samræmi við gildi fyrirtækisins og að umhverfið henti þér, svo að vinnu upplifun þín verði enn ánægjulegri og persónuleiki þinn fái að njóta sín til fulls.
Í dag er fyrsti dagurinn af því sem eftir er af starfsferlinum þínum. Láttu hann skipta máli!
Persónuleiki þinn og hvatar móta hvernig þú blómstrar á vinnustað. Með persónuleikaprófunum OPQ (Occupational Personality Questionnaire) og MQ (Motivational Questionnaire) frá SHL færðu góða innsýn í styrkleika þína, vinnustíl og hvað knýr þig raunverulega áfram.
- Uppgötvaðu leiðtogahæfileika þína, aðlögunarhæfni og hvernig þú vinnur í teymi.
- Skoðaðu hvaða þættir hvetja þig áfram í starfi og hvað dregur úr þér.
- Finndu út hvaða störf kalla fram það besta í þér og hámarka árangur.
Taktu persónuleikaprófin strax í dag og parastu við störf sem passa þér fullkomlega!
