Spennandi sumarstarfsmaður
Opus Futura hlaut nýverið styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna til að ráða nemanda í ákveðið sumarverkefni.
Við erum afar ánægð með að hafa fundið hina einstöku Saeeda Shafaee sem gengur til liðs við okkur í maí. Saeeda, tölvunarfræðinemi við Háskóla Íslands, hefur þegar sýnt frábæran árangur í sínu fagi. Hún er formaður ADA – Hagsmunafélag kvenna í upplýsingatækni við Háskóla Íslands og hefur unnið mikið í verkefninu Stelpur forrita. Við erum fullviss um að hún smellpassi inn í Opus Futura teymið og bíðum því spennt eftir því að skólaárinu ljúki.