Spurt og svarað
Af hverju ætti ég að skrá mig á Opus Futura?
Opus Futura er fyrir alla á vinnumarkaði. Jafnvel þau sem eru tiltölulega ánægð í núverandi starfi, eru ekki líkleg til að sækja um störf eða lesa atvinnuauglýsingar, en taka fagnandi á móti spennandi tækifæri án þess að þurfa að dreifa út upplýsingum um sig. Við bjóðum þér fullt nafnleysi um leið og við sjáum til þess að þú missir ekki af draumastarfinu.
Hversu oft ætti ég að heimsækja heimasíðu Opus Futura?
Við munum láta þig vita þegar þú hefur parast við starf þannig að þú þarft ekki að heimsækja á klukkutíma fresti:) Við erum stöðugt að þróa lausnina svo við mælum með að þú uppfærir prófílinn þinn reglulega, bregðist hratt við skilaboðum okkar og boðum um að bæta upplýsingum við prófílinn þinn. Þannig vinnum við saman að því að auka gæði þeirra tækifæra sem þú parast við og uppfylla væntingar þínar og kröfur sem best.
Hvernig eru gögnin mín notuð?
Persónuvernd þín er forgangsverkefni okkar. Gögnin þín eru aðeins notuð í þeim tilgangi að para þig, án persónugreinanlegra þátta, við laus störf sem uppfylla væntingar þínar og kröfur ásamt því að styrkja atvinnutækifæri þín.
Hvað felur pörun í sér?
Algorythminn okkar parar þig við laus störf út frá gögnunum þínum og þeirra upplýsinga sem eru að baki lausum störfum. Pörunin tryggir óhlutdrægni, að upplýsingar þínar séu ekki rekjanlegar og byggir á menntun þinni, reynslu, færni, væntingum þínum og kröfum til starfs.
Allar upplýsingar sem við biðjum þig um að fylla út í prófílnum þínum eru til staðar af ástæðu. Þegar fulltrúar vinnustaða setja laus störf inn í lausnina eru þeir beðnir um að veita sömu upplýsingar.
Hver getur séð upplýsingarnar um mig?
Prófíllinn þinn og allar upplýsingar sem þú gefur upp eru sjálfkrafa ekki sýnilegar neinum nema þér.
Þú þarft að samþykkja að gera prófílinn þinn sýnilegan fulltrúa vinnustaðarins þegar þú parast við starf. Þessi notandi getur verið sérfræðingur í mannauðsmálum, stjórnandi á vinnustað eða ráðningaraðili og mun gæta fyllsta trúnaðar um gögnin þín eftir að þau verða honum sýnileg.
Eftir að þú hefur samþykkt að opna prófílinn þinn fyrir ákveðinn vinnustað, hefur vinnustaðurinn nokkra daga til að bregðast við og hafa samband við þig. Ef vinnustaðurinn bregst ekki við innan þess tíma, gerir kerfið prófíllinn þinn ósýnilegan aftur þar til þú parast við og samþykkir að opna á næsta tækifæri.
Eru upplýsingarnar mínar öruggar?
Við leggjum mikla áherslu á öryggi fyrir notendur okkar. Kerfið okkar hefur verið staðfest af Syndis sem framkvæmdi ítarlegt öryggispróf og munum við endurtaka þau með reglubundnum hætti.
Hvers vegna er prófílnum mínum haldið nafnlausum?
Hjá Opus Futura bjóðum við öflugu fólki öruggan stað til að vera á, og tryggjum að það missi ekki af næsta tækifæri á vinnumarkaði án þess að þurfa að sækja um með hefðbundnum hætti.
Með því að halda nafnleysi tryggjum við aukið jafnræði og losum notendur undan því að þurfa að hafa áhyggjur af þeim þáttum sem hafa ekkert með frammistöðu í starfi að gera, til dæmis að hafa rétta tengslanetið, vera áberandi í notkun samfélagsmiðla og fleiri þátta sem segja lítið um hver við erum í raun og veru.
Með þessu bjóðum við vinnustöðum stuðning við eflingu jafnréttis og fjölbreytni á vinnustaðnum og skorum á vinnustaði að grípa tækifærið til að eyða hlutdrægni í ráðningarferlinu.
Á Opus Futura getur þú verið viss um að þú verður metinn fyrir færni þína, eiginleika og getu, án hlutdrægni.